Föstudaginn 21. maí næstkomandi verður haldin klukkutíma löng opin vefstofa um styrki á vegum European Solidarity Corps áætlunarinnar sem við köllum Samfélagsverkefni: https://www.facebook.com/events/484797686061364.

Styrkirnir eru fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 sem láta gott af sér leiða í sínu nærsamfélagi.  Það þarf 5 ungmenni (18-30 ára) til að mynda hóp sem sér um framkvæmd verkefnisins og það er hægt að fá styrk fyrir 2-12 mánaða verkefni.  Styrkupphæð er á bilinu €1000-6000 (150.000-900.000 m.v. núverandi gengi).

Ætlunin er að útskýra hugmyndafræðina á bakvið styrkina, skoða skráningarferlið og umsóknarformið auk þess að svara spurningum.  Tilvalið tækifæri að skoða hvort að hugmyndin þín um jákvæðar úrbætur í heimabæ, hverfinu eða á hugarfari fólks geti ekki fengið styrk. 

 

Dæmi um verkefni gæti verið:

Umhverfisvernd

Taka á samfélagslegum vanda

Hvetja til heilbrigðs lífernis

Heimildarmynd

Gjörningar

List

Vinnustofur

Vinnusmiðjur

Vitundarvakning

Herferð

Regluleg viðburðakvöld á vegum nemendafélaga

Skatepark

Og margt fleira!

 

Kynntu þér málið: https://www.erasmusplus.is/taekifaeri/european-solidarity-corps/samfelagsverkefni/

Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/484797686061364