Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs.

Sálfræðingur

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs., auglýsir 100% stöðugildi sálfræðings skóla- og félagsþjónustu. Einnig kæmi til greina 2x50% stöðugildi tveggja sálfræðinga er hefðu með sér samvinnu um framkvæmd starfs.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Frumgreiningar,  skimanir og mat á líðan nemenda grunn- og leikskóla
  • Almenn ráðgjöf og leiðsögn um sértæk úrræði til starfsfólks skóla og foreldra
  • Tilfallandi ráðgjöf til starfsmanna barnaverndarþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og réttindi til starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Þekking og reynsla af beitingu frumgreininga og skimana
  • Samskipta- og skipulagshæfni
  • Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti

 

Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila berist undirrituðum er veitir frekari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2023

Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður
Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ
s. 430 7800, sveinn@fssf.is; www.fssf.is