- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í Sögumiðstöðinni verður haldin "sagnavaka" fimmtudagskvöldið, 19. júlí n.k. kl.21:00. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með sögum og söngvum. Yfirskrift sagnavökunnar er "Á vit ævintýranna". Ingi Hans og Sigurborg Kristín sem eru kunn fyrir sagnagleði koma fram eins og þeim einum er lagið og með þeim verður sérstakur gestur David Campbell sem kynntur er sem einn þekktasti sagnamaður Skota.
David Campbell er staddur hér á landi í tilefni af Norrænu sagnaþingi sem haldið verður að Reykjum í Hrútafirði 22.-27. júlí þar sem hann heldur námskeið ásamt fleiri sagnamönnum.
Sagnavakan hefst klukkan 21 og aðgangur er 1000 krónur. Vegna takmarkaðs sætafjölda er fólki bent á að panta miða tímanlega í síma: 438-1881 eða info@eyrbyggja.is
Fréttatilkynning