- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á samverustund í Sögumiðstöð, sunnudaginn 27. október, voru úrsilt sagnasamkeppni Rökkurdaga gerð kunn. Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur hóf dagskrána á því að lesa upp úr tveimur skáldsagna sinna, en las því næst sögurnar sem lentu í þremur efstu sætunum. Í þriðja sæti varð sagan Tjái eftir Sigríði Diljá Guðmundsdóttur og hlaut hún 5.000 kr. í verðlaun. Í öðru sæti varð
sagan Fjöruferð eftir Hafdísi Lilju Haraldsdóttur og hlaut hún kr. 10.000 í verðlaun. Sagan sem lenti í fyrsta sæti heitir Munaðarleysingjahælið og er eftir Sigurð Má Eggertsson og hlaut hann kr. 15.000 í verðlaun. Fræðslu- og menningarmálanefnd óskar þeim hjartanlega til hamingju með verðlaunin og þakkar öllum þeim sem sendu sögur inn í keppnina.