Leiðbeiningar um frágang heyrúlluplasts til endurvinnslu.

Samkvæmt mengunarreglugerð er urðun plasts og brennsla heima á bæjum með öllu óheimil. Íslenska gámafélagið mun þess vegna safna saman plasti frá bændum og koma því í endurvinnslu. Fyrsta ferð mun verða farin þriðjudaginn 13. febrúar næst komandi.

Til að auðvelda endurvinnslu er mikilvægt að halda plastinu vel til haga eins hreinu og unnt er. Einnig er mikilvægt að blanda ekki saman ólíkum plasttegundum eigi endurvinnsla að vera möguleg.

 

Góður frágangur bænda er lykillinn að endurvinnslu rúlluplastsins!

  1. Hrista sem mest af heyi úr plastinu
  2. Plastið skal vera laust við aðskotahluti s.s. baggabönd, snæri, net og annað slíkt
  3. þjappa plastinu saman í viðráðanlegar einingar
  4. Geyma plastið á þurrum og skjólgóðum stað