- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær fékk góða gesti í heimsókn í dag þegar forseti sænska þingsins ásamt sendinefnd áttu hér viðdvöl frá hádegi og fram eftir degi. Sendinefndin var áhugasöm um sveitarstjórnarmál og hvernig byggðapólitík og byggðastefna gangi fyrir sig hér á landi. Að loknum hádegisverði á Bjargarsteini fór hópurinn í heimsókn í G.Run, þar sem gestirnir kynntu sér vinnsluna.
Sænsku sendinefndina skipuðu: Urban Ahlin, forseta sænska þingsins, Gunilla Carlsson, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, Aron Emilsson, þingmaður Svíþjóðardemókrata, Staffan Danielsson, þingmaður Miðflokksins, Claes Mårtensson aðstoðarskrifstofustjóri, Lena Eklöf alþjóðaritari og Pernilla Eldblom fjölmiðlafulltrúi. Með þeim í för var Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður forsetaskrifstofu auk Håkan Juholt, sendiherra Svía á Íslandi.
Grundfirðingum frá helstu vinnustöðum bæjarins var einnig boðið til hádegisverðarins og urðu þar líflegar og áhugaverðar samræður.