Í kvöld, 26. október kl. 21:00 verður menningarhátíð Grundfirðinga, Rökkurdagar, sett í Sögumiðstöðinni.

 

Dagskrá hátíðarinnar hefst með sagnakvöldi þar sem Ingi Hans Jónsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir segja ævintýri frá ýmsum löndum. Þá mun Jón Ásgeir Sigurvinsson blaða í Biblíunni. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.