- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fyrstu fjóra daga nóvembermánaðar hafa ellefu skip komið til löndunar í Grundarfjarðarhöfn og landað samtals um 780 tonnum.
Til samanburðar var landaður afli í öllum nóvembermánuði 2018 um 800 tonn, í nóvember 2019 var landað um 1100 tonnum og í nóvember 2020 var landað um 1300 tonnum.
1. nóvember kom Runólfur SH-135 (G.Run) með 61 tonn og Sigurborg SH-12 (SC) með 53 tonn.
2. nóvember var landað úr Berglín GK-300 (Nesfiskur) 58 tonnum og úr Farsæl SH-30 (FISK) 44 tonnum.
3. nóvember komu fimm skip til löndunar - Hringur SH-153 (G.Run) með 61 tonn, Akurey AK-10 (Brim) með 93 tonn, Sighvatur GK-57 (Vísir) með 74 tonn, Sóley Sigurjóns GK-200 (Nesfiskur) með 81 tonn og Helga María RE-1 (Brim) með um 140 tonn.
Það munar mjög miklu um stækkun Norðurgarðs og um viðbótarrýmið sem þannig skapaðist. Allir 10.000 m2 rýmisins voru fullnýttir við löndunina og voru tvö löndunargengi að störfum meðan mest var.
Í dag, 4. nóvember, lönduðu Bylgja VE-75 45 tonnum og Harðbakur EA-3 (ÚA) 66 tonnum.
Í október sl. var landað alls um 2100 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Er það stærsti októbermánuður frá upphafi hjá höfninni. Á síðustu árum hefur mest verið landað 1056 tonnum í október 2017 og er októbermánuður nú því tvöföldun á því.
Smellið á myndirnar til að stækka þær og lesa myndatexta: