Göngur og réttir 2020

Nú þegar líður á haustið er kominn tími á göngur og réttir hjá sauðfjárbændum landsins. Í Grundarfirði verður réttað laugardaginn 19. september. Það verður réttað á Hrafnkelstöðum og Mýrum.

BREYTING 19. SEPTEMBER: FRESTAÐ TIL 26. SEPTEMBER, VEGNA VEÐURS

Göngur og réttir á tímum COVID

Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 200 manna hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin fjöldatakmörkun.  Munum 1 kinda regluna. 

Hér má finna uppfærðar leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID sem tóku gildi þann 7. september.

Grundarfjarðarbær hvetur þáttakendur til að gæta vel að smitvörnum og hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.