Laugardaginn 10. maí 2014 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 31. maí nk. Fyrir þann tíma þarf lögheimili að vera skráð á réttum stað.

Sjá nánar hér.

Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, þann 10. maí 2014.

 

Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 10. maí 2014.

 

Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á hinum Norðurlöndunum, og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.

Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla þessi skilyrði og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag og hafa náð 18 ára aldri.

 

Samkvæmt þessu mun kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí n.k. miðast við þá sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu þann 10. maí n.k.

 

Lögheimilisflutning skal tilkynna til bæjarskrifstofunnar í Grundarfirði en einnig er hægt að tilkynna flutning til Þjóðskrár