- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti, á fundi sínum þann 12. janúar sl., reglur um niðurgreiðslu á dagvistunargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eru greidd niður daggjöld vegna barna sem eru í daggæslu í heimahúsum og eiga lögheimili í Grundarfjarðarbæ. Niðurgreiðslurnar eru háðar ákveðnum skilyrðum og eru miðaðar við tímalengd. Ekki er greitt fyrir vistun í skemmri tíma en 4 klst. á dag.