- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Samkvæmt upplýsingum RARIK til Grundarfjarðarbæjar og skv. tilkynningu á vef RARIK:
Vegna bilunar sem upp kom í jarðstreng frá aðveitustöð Landsnets til Grundarfjarðar, varð rafmagnslaust hjá notendum í Grundarfirði sl. nótt. Vel gekk að koma á varaafli, með fæðingu (tengingu) frá Ólafsvík og með varaaflsstöð sem flutt var til Grundarfjarðar.
Í tilkynningu segir:
"Viðgerðir á biluninni munu taka um tvo sólarhringa, en þrátt fyrir það eru allir viðskiptavinir RARIK nú þegar komnir með rafmagn. Varaaflsstöð Landsnets hefur verið tengd við kerfið og ætti að tryggja afhendingu rafmagns meðan á viðgerð stendur.
Viðskiptavinir eru þó hvattir til að fara sparlega með rafmagn á meðan aðgerðir standa yfir.
RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið og mun upplýsa um framgang viðgerða eftir þörfum."
Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000.