- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þann 21. október 2006 var haldin ráðstefna um Ísland samtímans í bænum Paimpol á Bretagneskaga, vinabæ Grundarfjarðar. Að ráðstefnunni stóðu bæjarstjórn Paimpol, bókasafn bæjarins og Grunda.pol, vinabæjarsamtök Paimpol og Grundarfjarðar.
Að morgni sama dags var gata í Paimpol, sem helguð er frönskum sjómönnum sem stunduðu veiðar við Ísland frá miðri 19. öld, tileinkuð Grundarfirði við hátíðlega athöfn sem þjóðbúningar og sekkjapípuleikur settu svip á.
Skilti er sýnir nafn götu í Paimpol sem tileinkuð er Grundarfirði |