Lögreglan í Ólafsvík varar fólk við ferðalögum því á bæði norðan- og sunnanverðu Snæfellsnesi sé hið versta óveður og allt ófært. Fjórir bílar hafi lent utan vegar á leið um Nesið í morgun og erfiðleikum hafi verið bundið að koma þeim til hjálpar.

„Við hvetjum fólk til að hreyfa alls ekki við bíl og halda heldur kyrru fyrir,“ sagði varðstjóri á Ólafsvík við Fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is) af þessu tilefni.

 

Eftir „vorblíðu“ síðustu vikna er fólk orðið góðu vant og óneitanlega viðbrigði að fá svona snjóakafla, en sl. föstudag 1. apríl tók að snjóa í Grundarfirði (og víðar) - og reyndist ekki aprílgabb!

 

Snjókarlar risu á víð og dreif um bæinn um liðna helgi