- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er ekki ofsögum sagt að íþróttáhugi er mikill hér í Grundarfirði þessa vordagana. Fólk á öllum aldri sést hlaupandi um víðan völl og gerir krefjandi æfingar inn á milli. Auk þessa er ásóknin í íþróttahúsið og sundlaugina mikil.
Þrátt fyrir þennan mikla íþróttaáhuga mannfólksins brá umsjónarmanni íþróttahússins í brún þegar músarkríli gerði sig líklegt til að spreyta sig í íþróttasalnum. Mýsla fór ekki að leikreglum og var henni vísað frá, ekki þó í sturtu. Henni var komið fyrir í glerbúri og færðir ávextir og annað góðgæti. Nemendur gátu virt þennan óboðna gest fyrir sér. Eftir góða máltíð var mýsla færð út í móa í nemendafylgd.