- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Öskudagurinn var haldinn á Leikskólanum Sólvöllum með því sniði að börn og starfsfólk mættu í flottum búningum.
Músadeildin - yngstu börnin - fór í gönguferð og málaði myndir, ugludeildin sló köttinn úr tunnunni og drekadeildin, þ.e. elstu börnin skiptu sér í hópa og sungu í fyrirtækjunum í kringum leikskólann.
Nemendur úr grunnskólanum voru velkomin á leikskólann til að syngja fyrir börn og starfsfólk og fá smá gotterí fyrir fallegan söng.
"Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og takk fyrir okkur þau sem tóku á móti okkur og þau ykkar sem komu og sungu fyrir okkur" sagði Margrét Sif Sævarsdóttir leikskólastjóri, í lokin á líflegum Öskudegi.