Að þessu sinni verður öskudagsskemmtun fyrir börn á grunnskólaaldri haldin í félagsmiðstöðinni. Boðið verður upp á öskudagsdiskótek þar sem kötturinn verður sleginn úr tunnunni  Vegleg verðlaun verða fyrir að slá köttinn úr tunnunni, fyrir flottasta búninginn ásamt fleiri verðlaunum. Yngsta stigið verður klukkan 16-18, miðstigið klukkan kl. 18-20 og svo elsta stigið kl. 20-22. Foreldrafélagið óskar eftir foreldrum í gæslu eða til að taka þátt í öskudagsskemmtuninni með börnunum.

Vonumst til að sjá sem flesta,

kveðja,

Foreldrafélag grunnskólans