- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það verður margt í boði á Snæfellsnesi fyrir jólin og ætlar Svæðisgarðurinn að endurtaka leikinn frá því í fyrra og gefa út aðventuhandbók sem dreift verður á öll heimili á Snæfellsnesi. Þess utan verður handbókin aðgengileg rafrænt á adventa.snaefellsnes.is.
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes vill með útgáfu aðventuhandbókar hvetja til þess að Snæfellingar njóti þess sem í boði er á Snæfellsnesi og að jólagjafir séu keyptar í heimabyggð. Mikið er í boði þegar leitað er eftir, bæði vörur og þjónusta. Jólahátíðin er fyrir okkur flestum tími samveru og upplyftingar. Styðjum við fyrirtæki og þjónustuaðila á Snæfellsnesi og kaupum gjafir, mat og aðrar veitingar, jólaskraut og upplifun í heimabyggð.
Allir þjónustu- og verslunaraðilar á Snæfellsnesi eru birtir í handbókinni þeim að kostnaðarlausu auk þess sem allir viðburðir á Snæfellsnesi eru birtir í aðventudagatali í bókinni. Fyrirtæki og félagasamtök í Grundarfirði eru hvött til að nýta þennan vettvang til að kynna það sem þau hafa upp á að bjóða.
Skilafrestur til að senda inn efni fyrir prentuðu útgáfuna rennur út mánudaginn 15. nóvember kl. 15:00.
Smelltu hér til að skrá viðburð – Ókeypis
Smelltu hér til að skrá verslunar- og þjónustuaðila – Ókeypis