- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Framtíð Breiðafjarðar
Nú liggur fyrir samantekt Breiðafjarðarnefndar á framvindu og niðurstöðum verkefnisins sem gengið hefur undið nafninu “Framtíð Breiðafjarðar” og nefndin vann að á tímabilinu 2019-2020. Breiðafjarðarnefnd hefur sent samantektina til umsagnar sveitarstjórna við fjörðinn. Samantektin er auk þess birt á heimasíðu nefndarinnar og óskað eftir athugasemdum íbúa.
Að umsagnarfresti liðnum verður lokahönd lögð á samantektina og umsagnir sveitarstjórna og athugasemdir íbúa birtar í sérstökum kafla aftast í samantektinni. Athugið að athugasemdir verða birtar undir nafni. Lokaútgáfu samantektarinnar, ásamt niðurstöðum nefndarinnar, verður loks skilað til umhverfisráðherra sem svo tekur ákvörðun um næstu skref.
Nefndin er sérlega þakklát þeim íbúum, sveitarstjórnafulltrúum og öðrum sem hafa látið sig málið varða, spurt spurninga, viðrað hugmyndir sínar, væntingar, vonir, áhyggjur og afstöðu.
Athugasemdum skal skil á netfangið breidafjordur@nsv.is. Móttaka athugasemda verður staðfest með tölvupósti. Frestur til þess að gera athugasemdir er til 19. desember 2020.
Frétt á vefsíðu Breiðafjarðarnefndar