Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, hafa afhent Grundarfjarðarbæ örnefnaskilti. Skiltið var sett upp á nýja áningarstaðnum við Kolgrafafjörð á vígsludegi nýju brúarinnar og vegarins þann 21. október sl.

Eyrbyggjarnir, með Hermann Jóhannesson í fararbroddi, létu útbúa skiltið skv. hönnun Hermanns, en skiltið er að formi til eins og opin bók. Í bókinni má lesa um Eyrbyggja hina fornu, örnefni í firðinum og gönguleiðir á svæðinu.

 

Hermann Jóhannesson Eyrbyggi og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri við skiltið

 

Freyja Bergsveinsdóttir vann grafík á skiltinu, Jón Hans Ingason smíðaði skiltið úr ryðfríu stáli, Guðjón Elisson tók ljósmyndina á skiltinu.

Það var Grundarfjarðarbær sem kostaði uppsetningu skiltisins en Vegagerðin gaf leyfi til að staðsetja það á nýja áningarstaðnum.

 

Stjórn Eyrbyggja er þökkuð gjöfin og þeirra frumkvæði.