- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laugardaginn 13. maí nk. verður skotsvæði Skotfélagsins Skotgrundar opnað með fyrsta móti sumarsins í leirdúfuskotfimi. Einnig verður tekið í notkun húsnæði félagsins þar sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Mótið hefst kl. 13 og er opið öllum félagsmönnum. Hægt er að gerast félagi með því að hafa samband við Hönnu í síma 896-2072 eða senda tölvupóst á netfangið skotgrund@simnet.is. Allir velkomnir og eru skotáhugamenn sérstaklega hvattir til að líta við.
Félagsmenn hafa unnið að því undanfarið að gera svæðið klárt fyrir sumarið, búið er að gera húsið (gamla Búlandskaffi) klárt sem kaffiaðstöðu o.þ.h. fyrir félagsmenn. Stefnt er að því að halda innanfélagsmót í leirdúfuskotfimi einu sinni í mánuði en það verður nánar auglýst síðar.
Stjórn Skotgrundar