Við ætlum að hafa opinn undirbúningsfund í samkomuhúsi Grundarfjarðar föstudaginn 19 nóv. kl 16.15.  Okkur vantar fólk sem er tilbúið að hjálpa við t.d sviðsmynd, búninga, förðun og tæknimálin.

Allir eru velkomnir, en æskilegt er að börn (undir 10 ára) komi í samráði við foreldra. Þetta gæti verið skemmtilegt fjölskyldu verkefni.

Vert er að taka það fram búið er að finna í öll þau hlutverk sem leikin verða svo ekki vantar leikara. Einnig erum við að leita af leikmunum, s.s kistill, kertastjakar, dúkur svo eitthvað sé nefnt. Einnig allskyns búningum (fötum). Ef þú leynir á einhverju sem þú mátt missa eða villt losna við tökum við glöð við því. Spítur og drasl í bílskúrnum gæti verið gull fyrir Leikklúbbinn.

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda á póstfangið okkar leikklubbur@gmail.com eða á facebook (Leikklúbbur Grundarfjarðar)