Miðvikudagskvöldið 15. mars sl. var opið í sögumiðstöðinni fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður mættu um 24 hress og kát ungmenni. Flestir settust makindalega fyrir framan skjáinn og horfðu á mynd og aðrir spiluðu á spil.

 

Stefnt er að því að bjóða upp á fleiri ungmennakvöld á næstunni. Þeir sem hafa hugmyndir að dagskrá eða vilja taka að sér að framkvæma atburði er bent á að hafa samband við Þóru Möggu (thora@skoli.net ), Sædísi (FSN198033@fsn.is ) og Gísla Val (FSN197726@fsn.is ).