- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Opið er fyrir umsóknir í Lóuna og er umsóknarfrestur til og með 4. apríl 2024. Styrkirnir eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Lóu styrkir eru veittir verkefnum sem komin eru af byrjunarstigi samkvæmt skilgreiningu OECD þar sem nýsköpun er skilgreind sem innleiðing nýrrar eða mjög endurbættrar vöru, þjónustu eða ferils, nýttar aðferðar til markaðssetningar eða nýttar skipulagsaðferðar í viðskiptaháttum, skipulagi á vinnustað eða ytri samskiptum.
Styrkjum er úthlutað til eins árs í senn og getur hvert verkefni fengið styrk sem nemur allt að 20% af heildarúthlutun hvers árs. Heildarfjárhæð Lóu árið 2024 er 150 m.kr. sem er hækkun frá fyrri árum þegar upphæðin var 100 m.kr. Að hámarki geta 50 m.kr. farið til verkefna sem tengjast stuðningsumhverfi nýsköpunar, þar sem a.m.k. 100 m.kr. af heildarúthlutun verður úthlutað beint til verkefna á vegum einkaaðila. Krafa er gerð um að lágmarki 30% mótframlag frá umsækjanda og samstarfsaðilum (ef á við).
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2024. Áætlað er að úthlutun fari fram í maí.