- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ólympíuhlaupi ÍSÍ árið 2020 var hleypt af stað í Grunnskóla Grundarfjarðar í dag.
Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur grunnskóla á Íslandi til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri, hversu margir tóku þátt og hversu langt var hlaupið.
Allir nemendur skólans tóku þátt og hlupu 2,5 km, 5 km eða 10 km leið. Fulltrúar frá ÍSÍ voru viðstaddir og Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, sá um upphitun fyrir hlaupið og vakti mikla lukku, ekki síst hjá yngstu nemendunum.
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri tók á móti gjöf frá ÍSÍ, en það voru boltar, sippu- og snúsnúbönd, fyrir nemendur.
Á Facebook-síðu grunnskólans er vitnað í bréf sem Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri ÍSÍ, skrifaði skólanum í lok dags og sagði:
Nánari umfjöllun og myndir má sjá hér á vef ÍSÍ.