- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt frá og með morgundeginum 26. júní 2021. Frá þessu greindi ríkisstjórn Íslands á blaðamannafundi í Safnahúsinu í Reykjavík klukkan 11 í dag. Er þetta í fyrsta sinn síðan faraldurinn hófst í mars 2020 sem engar takmarkanir eru í gildi innanlands.
Samkvæmt afléttingaáætlun stjórnvalda var gert ráð fyrir því að öllum takmörkunum innanlands yrði aflétt síðari hluta júní, þegar búið yrði að bólusetja um 75% landsmanna að minnsta kosti einu sinni. Rúmlega 87% hafa nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis.