- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Starfsmenn RARIK vinna nú að því að setja upp ljósastaura fyrir Grundarfjarðarbæ, en staðið hefur til í nokkurn tíma að fá þessa lýsingu upp á hinum nýja Ölkelduvegi. Settir verða upp 14 ljósastaurar á Ölkelduvegi, 1 efst á Hrannarstíg og 3 staurar efst á Borgarbraut gegnt Grunnskóla og íþróttahúsi. Ennfremur verða setter upp 3 minni staurar við göngustíg á milli Grundarfjarðarkirkju og Dvalarheimilis og íbúða eldri borgara, til að bæta lýsingu á því svæði.
Um leið og staurar verða settir niður efst á Borgarbrautinni, þar sem fleyga þarf í klöpp fyrir þeim, verður jafnframt fleygað í klöppina fyrir umferðarmerkjum sem setja á upp við Grunnskólann og eru hluti af hinu nýja umferðarskipulagi þar.