36 manna stúlknahópur frá Grundarfirði hélt til Siglufjarðar í gær til þess að taka þátt í Pæjumótinu í fótbolta um helgina. Fimm lið frá UMFG taka þátt í mótinu úr 3., 4., 5. og 7. flokk.

Um 17 fjölskyldur fylgja hópnum á mótinu og eru því um 50 manns í klappliði UMFG svo stelpurnar ættu að hafa góðan stuðning.

Athyglisvert er hversu margar stelpur spila fótbolta í Grundarfirði, en rúmlega 40 æfa hjá UMFG sem er mjög stór hópur miðað við íbúafjölda.

 

Stelpunum er óskað góðs gengis fyrir  norðan um helgina!