|
Hannes Andrésson SH 747 |
Nýtt skip í flota Grundfirðinga var að leggja í höfn. Skipið heitir Hannes Andrésson SH 747 og er í eigu Reykofnsins í Grundarfirði ehf. Skipið verður gert út til veiða á sæbjúgum og verða þrír í áhöfn. Áætlað er að byrja strax eftir sjómannadag. Grundarfjarðarbær óskar áhöfn og eigendum skipsins innilega til hamingju.
![]() |
Kári útgerðarstjóri og Bergur Garðarsson skipstjóri voru kátir þegar þeir komu til hafnar í dag! |