- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nýlega bárust á bókasafnið nýjar og nýlegar enskar barna- og unglingabækur. Meðal þeirra eru bækur eins og „Cat and mouse in a haunted house“ og „Four mice deep in the jungle“ eftir Geromino Stilton frá 2000, „The best of Dr. Seuss“ en hann skrifaði „Þegar Trölli stal jólunum“ og „Kötturinn með höttinn“, nokkrar bækur um Kaftein Ofurbrók (Captain underpants) eftir Dav Pilkey og bókaflokkurinn „The doomspell“ eftir McNish frá 2000.
Einnig Simpsons myndasögur og bækur um David Beckham, þykk skrudda með lýsingu og mati á fjölda knattspyrnumanna Evrópu frá ýmsum tímum og bókin „Boots, balls and haircuts“ sem er saga knattspyrnubúninga og hárgreiðslu á Bretlandi. Sjá meira um nýjar bækur á http://bokasafn.grundarfjordur.is/boknyjar.html.
Tímaritin eru margvísleg og var gert átak í áskrift þeirra þegar flutt var í nýtt húsnæði árið 2001. Sjá http://bokasafn.grundarfjordur.is/boktimarit.html. Nokkur ný tölublöð koma í hverjum mánuði svo alltaf má finna nýlegt efni.
Svo er nýja verðlaunabókin Leyndarmál ljónsins komin en hún gerist meðal annars í skólabúðum norður í Hrútafirði og byrjar í norðan blindhríð og rafmagnsleysi. Það er að verða skuggalegt þarna norðurfrá en í fyrra kom út bókin Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur en hún gerist á Galdrasetrinu á Hólmavík.