Nú í lok mánaðarins hættir Erlingur Hugi Kristvinsson störfum sem yfirlæknir á heilsugæslustöð Grundarfjarðar. Í hans stað hefur verið ráðin yfirlæknir, Gunda Bech Nygaard sem hefur verið heilsugæslulæknir við heilsugæslustöð Ólafsvíkur síðastliðin  4 ár. Gunda er sérfræðingur í heimilislækningum og hefur auk starfa sinna í Ólafsvík, víðtæka reynslu af sjúkrahússtörfum í Danmörku og Noregi.

 

Um leið og við bjóðum Gundu velkomna til starfa, þökkum við Erlingi Huga fyrir ánægjulegt samstarf og óskum honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum vettvangi.