- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Jónas Pétur Bjarnason sem verið hefur verkstjóri í áhaldahúsi Grundarfjarðar sl. ár lét af störfum hjá Grundarfjarðarbæ þann 12. apríl sl. Í hans stað hefur verið ráðinn Valgeir Þór Magnússon, en sjö umsækjendur voru um starfið.
Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss |
Valgeir er búsettur hér í Grundarfirði og hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðarverkstjóri hjá Fisk-Seafood.
Valgeir hóf störf hjá Grundarfjarðarbæ í morgun og er hann boðinn velkominn til starfa. Jónasi eru þökkuð vel unnin störf.