Sigurður Gísli Guðjónsson hefur verið ráðinn sem skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar.

 

Sigurður Gísli hefur kennaramenntun og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og jafnframt viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri. Hann hefur sinnt umsjónarkennslu og var aðstoðarskólastjóri Höfðaskóla á Skagastönd. Ennfremur var hann deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Víkurskóla síðastliðin tvö ár. Sambýliskona hans er Halla Karen Gunnarsdóttir og eiga þau tvo syni.

Um leið og Sigurður Gísli er boðinn velkominn til starfa er Gerði Ólínu Steinþórsdóttur þökkuð góð störf við Grunnskóla Grundarfjarðar. Hún lætur af störfum í lok júlí og Sigurður Gísli tekur við.