- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Albert Eymundsson fyrrum skólastjóri og bæjarstjóri á Hornafirði hefur verið ráðinn forstöðumaður Félags- og skólaþjónsutu Snæfellinga. Sigþrúður Guðmundóttir sem gengt hefur starfinu frá stofnun þjónustunnar lætur jafnframt af störfum.
Albert hefur verið virkur í félagsmálum á ýmsum sviðum m.a. sveitarstjórnarstiginu og í ungmennafélags- og íþróttahreyfingunni. Hann hefur verið forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs á Hornafirði og starfað í fjölmörgum nefndum á vegum sveitarfélaganna. Albert hefur lengi og mikið starfað í knattspyrnuhreyfingunni sem keppandi, þjálfari og forystumaður og sat í stjórn KSÍ um tíma.
Eiginkona Alberts heitir Ásta Ásgeirsdóttir bankastarfsmaður og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn.
Albert hefur hafið störf en er að leita sér að íbúðarhúsnæði til leigu svo að fjölskyldan geti flutt líka.
Um leið og Albert er boðinn velkominn til starfa eru Sigþrúði færðar þakkir fyrir gott og farsælt samstarf hjá FSS.