Nýlega var samið við Vísindavefinn um að birta spurningar á vef Grundarfjarðarbæjar. Þegar smellt er á spurningarnar opnast nýr vefgluggi með svarinu á Vísindavefnum.
Með þessari nýjung er ætlunin að auka enn á fjölbreytni upplýsinga sem finna má á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, bæði til gagns og gamans.
Spurningar af Vísindavefnum eru á forsíðu á vef Grundarfjarðarbæjar, vinstra megin fyrir neðan atburðadagatal.
Okkur þætti mikið gagn í því að fá ábendingar frá lesendum vefsíðunnar okkar um hvað megi betur fara á Grundarfjarðarvefnum og eins hvaða upplýsingar ættu að vera sem er ekki þegar að finna.