- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Búið er að koma nýju hafnarvoginni við Grundarfjarðarhöfn fyrir. Vogin er tæpir 23 metrar á lengd og getur nú vigtað stóra flutningabíla í heild sinni. Ragnar Haraldsson vígði vigtina í dag þegar hann ók einum flutningabíl fyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs ehf. upp á vogina. Bíllinn er um það bil 18 metra langur og rúmaðist því vel á voginni.
Ragnar Haraldsson, Hafsteinn Garðarsson, hafnarvörður og Runólfur Guðmundsson formaður hafnarstjórnar |
Á meðfylgjandi mynd eru þeir Ragnar, Hafsteinn hafnarvörður og Runólfur Guðmundsson formaður hafnarstjórnar við bílinn á voginni, afar ánægðir með nýja mannvirkið!