- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í gær, fimmtudaginn 7. september, var nýbygging Leikskólans Sólvalla vígð formlega. Í tilefni dagsins var opið hús í leikskólanum þar sem gestir gátu skoðað glæsilegu húsakynnin og þegið kaffiveitingar. Sr. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur blessaði húsið. Í leikskólanum eru í dag 42 nemendur, 15 drengir og 27. stúlkur. 6 leikskólakennarar eru starfandi, 4 leiðbeinendur, 1 leikskólaliði og einn matráður.
Fimm af sex leikskólastjórum frá upphafi, f.v. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Hjördís Vilhjálmsdóttir, Matthildur Guðmundsdóttir, Eydís Lúðvíksdóttir og Sigríður Herdís Pálsdóttir núverandi leikskólastjóri. Á myndina vantar Rebekku Jónsdóttur. |
Arkitektastofa O & Ö sá um hönnun húss og innréttinga. Garðar Gunnarsson arkitekt hafði umsjón með hönnun leikskólans. Almenna verkfræðistofan á Akranesi sá um verkfræðiþáttinn og lóðahönnun var í höndum Teiknistofunnar Eik. Eldhústæki voru keypt hjá A. Karlssyni. Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar sá um framkvæmdina auk nokkurra undirverktaka.
Sjá fleiri myndir í myndabankanum eða með því að smella hér.