Með þökkum fyrir samvinnu og samfylgd á þessu sérstæða og krefjandi ári 2020.
Einlæg ósk um góða og gjöfula tíma á nýja árinu 2021!
Myndir - áramótakveðja Grundarfjarðarbæjar 2020-2021
Í huga mínum myndir,
minningar sem tíminn hefur lagt í lífsins sjóð.
Og hvernig sem allt lendir,
heima finn ég það sem mér í hjarta kveikir glóð.
Þú átt mig að, á vísum stað,
vináttan lýsir okkur leiðina heim.
Á þessum stað, þú átt mig að,
vináttan lýsir okkar leiðir á ný.
Þegar grimmur vetur,
greipar nístingskaldar leggur land og hjörtu á.
Vekur draum um vorið,
og vitund um að vonin muni aftur landi ná.
Þú átt mig að, á vísum stað,
vináttan lýsir okkur leiðina heim.
Á þessum stað, þú átt mig að,
vináttan lýsir okkar leiðir á ný.
Dimmblá nóttin, daginn vefur að sér,
dagarnir að lokum verða ár.
Ævitíminn sem er ætlaður þér,
eitt andartak, já eilífðanna blik.
- já eitt augnabliiik, ooo-o-ohhh.
Nú vaknar allt að vori,
vængjaþytur fugla sem að hreiður gera sér.
Það grær í gengnu spori,
en góðir vinir eiga ætíð stað í huga mér.
Þú átt mig að, á vísum stað,
vináttan lýsir okkur leiðina heim.
Á þessum stað, ég á þig að,
vináttan lýsir okkar leiðir á ný.
Ég á þig að, á þessum stað,
vináttan lýsir okkur leiðina heim.
Á þessum stað, þú átt mig að,
vináttan lýsir okkur leiðina heim.
Ég á þig að, á þessum stað,
Þú átt mig að, á okkar stað,
Vináttan lýsir okkur leiðina heim.
Leiðina heim ... leiðina heim ... ohhh ...
Söngur: Amelía Rún Gunnlaugsdóttir, Gunnar G. Garðarsson, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir, Rakel Mirra Steinarsdóttir og Sylvía Rún Guðnýjardóttir.
Upptaka söngs og hljóðblöndun: Þorkell Máni Þorkelsson
Lag (Myndir) eftir Einar Bárðarson
Undirspil fengið að láni og notað með leyfi lagahöfundar og eiganda hljóðrits
Texti eftir Björgu Ágústsdóttur
Myndvinnsla og samsetning: Tómas Freyr Kristjánsson
Kvikmyndataka og ljósmyndir: Björg Ágústsdóttir, Brynjar Kristmundsson, Tómas Freyr Kristjánsson
@Grundarfjarðarbær 31. desember 2020