- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kæru íbúar!
Nú í kvöld eru tíu manns í einangrun í Grundarfirði, þar af eru tvö ný smit í dag.
Áhrifin ná inní leikskólann okkar, þar sem starfsmaður hefur greinst smitaður. Foreldrar fengu nú seint í kvöld póst frá leikskólastjóra. Nú tekur við samskonar ferli og við þekkjum frá því í nóvember sl. Smitrakning er rétt að fara af stað, en eins og staðan lítur út núna, þá miðast rakning við hluta þeirra barna og starfsfólks sem voru í leikskólanum þriðjudaginn 4. janúar sl.
Foreldrar eru hvattir til að sýna sérstaka aðgæslu og halda sig (börn og foreldrar) til hlés meðan unnið er að smitrakningu.
Frekari skilaboð á morgun, laugardag 8. janúar.
Við minnum á gott netspjall inná covid.is og á vefnum heilsuvera.is þar sem hægt er að fá svör við ýmsum spurningum sem tengjast covid.
Og svo þetta:
Stillum snertingu í hóf og þvoum okkur oft um hendurnar. Það er einfalt og mjög áhrifaríkt að spritta. Notum grímur og forðumst margmenni! Höldum umfram allt ró og sendum hlýjar kveðjur til þeirra sem eru veikir heima, með ósk um góðan bata.
Björg, bæjarstjóri