- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kæru íbúar!
Nú hafa verið staðfest fjögur ný Covid-smit í Grundarfirði. Áhrifin ná inná leikskólann okkar, þar sem starfsmaður hefur greinst smitaður. Nú tekur við sambærilegt ferli og í síðustu viku. Þau börn sem voru í leikskólanum á fimmtudag og/eða föstudag eru flest á leið í sóttkví, en önnur í smitgát. Hið sama gildir um flest starfsfólk leikskólans. Staðan er því þannig núna að leikskólinn verður lokaður frá mánudegi til miðvikudags meðan á sóttkví stendur, því miður. Foreldrar hafa fengið skilaboð frá leikskólastjóra.
Enn vitum við ekki hvort þetta hefur áhrif inn í grunnskólann, en það skýrist á morgun, sunnudag.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga mun fjarkenna á mánudag 22. nóvember og þriðjudag 23. nóvember og staðan verður svo tekin á þriðjudag.
Munum að ef upp koma minnstu einkenni bæði hjá börnum og fullorðnum þá skal hafa samband við heilsugæslustöðina (s. 432 1350) eða fara inná heilsuvera.is og bóka tíma í sýnatöku. Einnig er gott netspjall inná covid.is og inná vefnum heilsuvera.is þar sem hægt er að fá svör við ýmsum spurningum sem tengjast covid.
Og svo þetta:
Stillum snertingu í hóf og þvoum okkur oft um hendurnar. Það er einfalt og mjög áhrifaríkt að spritta. Notum grímur og forðumst margmenni! Höldum umfram allt ró og sendum hlýjar kveðjur til þeirra sem eru veikir heima, með ósk um góðan bata.
Björg, bæjarstjóri