- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Um áramótin tók gildi ný samþykkt um hundahald í Grundarfirði. Fyrri samþykkt var frá árinu 2002 og var orðið aðkallandi að endurskoða hana. Ný samþykkt um hundahald er ítarlegri en sú eldri og eru hundaeigendur sérstaklega hvattir til að kynna sér hana vel.
Drög að nýju samþykktinni voru kynnt á íbúafundi sl. vor og í kjölfarið var óskað eftir athugasemdum og ábendingum við þau. M.a. var öllum hundaeigendum í Grundarfirði send drögin til umsagnar og þau einnig kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Fáar en gagnlegar athugasemdir bárust og var tillit tekið til þeirra.
Þess er vænst að með samþykktinni hafi fundist viðunandi reglur sem bæði hundaeigendur sem og þeir sem ekki eru hlynntir hundahaldi geta fallist á.