Ný hafnarvog er væntanleg í Grundarfjarðarhöfn og er verið að undirbúa komu hennar þessa dagana. Búið er að fjarlægja gömlu vogina og í dag var steypt yfir planið þar sem hún var staðsett. Nýja vigtin verður sett niður á sama stað og sú eldri var en hún er ofanáliggjandi, en ekki niðurgrafin eins og sú gamla. Nýja vigtin kemur ofan við og meðfram húsi hafnarvogar.

 

Gamla vogin var sett niður árið 1970 og er því búin að endast vel, en pallur var endurnýjaður fyrir 15 árum síðan

 

Tryggvi Hafsteinsson og Rúnar Sveinsson, starfsmenn áhaldahúss, undirbúa járnabindingu

 

 

 

 

.

Svæðið þar sem gamla vigtin var, en sú nýja er mun lengri

 

Nýja vogin er keypt af Íslúx, og er 21,3 m á lengd , 3,30 m að breidd. Sú gamla var 8 m á lengd og 3 m á breidd. Vigtin er nægilega löng til þess að vigta alla vöruflutningabíla svo nú verður hægt að heilvigta alla bíla sem þurfti að tvívigta áður, t.d. gámaflutningabíla með aftanívagni. Áætlað er að það taki 1-3 vikur að setja vigtina upp og tengja hana. Á meðan er landaður afli vigtaður í öllum fiskvinnsluhúsunum með fyrirkomulagi sem unnið er í samráði við Fiskistofu.

 

Hafsteinn hafnarvörður og Garðar Hafsteinsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Friðrik  og Hanni, starfsmenn Almennu Umhverfisþjónustunnar, 

sjá um  steypuvinnuna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rúnar og Tryggvi