- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. mars sl. breytta gjaldskrá um gatnagerðargjald í Grundarfirði. Helsta breytingin er sú að við úthlutun lóða eftir samþykkt verður ekki lengur miðað við rúmmál bygginga heldur verður ákveðið verð á hvern fermetra lóðar. Mun þetta leiða til töluverðrar einföldunar við útreikninga og unnt verður að ,,verðmerkja" einstakar lóðir strax.
Verð á hvern fermetra lóða eru eftirfarandi:
Gjald á fermetra lóðar er kr. 2.100 fyrir einbýlishús.
Gjald á fermetra lóðar er kr. 1.600 fyrir rað- og parhús.
Gjald á fermetra lóðar er kr. 1.100 fyrir fjölbýlishús.
Gjald á fermetra lóðar er kr. 1.300 fyrir iðnaðarhús.
Gjaldskráin er tengd vísitölu byggingarkostnaðar og tók gildi við samþykkt bæjarstórnar þann 9. mars 2006.
Fyrir byggingar á lóðum sem úthlutað var fyrir breytinguna (og um viðbyggingar við þær) gildir eldri gjaldskrá um gatnagerðargjöld nr. 899 frá 2003.