- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ný bæjarstjórn Grundarfjarðar hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 15. júní s.l. Hennar fyrsta verk var að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar. Sigurborg Kr. Hannesdóttir var kjörin forseti og Þórður Á. Magnússon varaforseti. Kosið var í nefndir og ráð. Ennfremur var afgreidd tillaga um heimild til að auglýsa stöðu bæjarstjóra lausa til umsóknar. Tvær tillögur lágu fyrir fundinum um breytingu á gjaldskrá Leikskólans Sólvalla er varða sérstakt álag á gjald vegna barna undir 24ra mánaða aldri. Var þeim vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.Að lokum var skrifstofustjóra falið að kanna möguleika á að lengja lán Íbúðalánasjóðs sem tilheyra hússjóðnum Hrannarstíg 28 – 40, með það að markmiði að lækka mánaðarlegar leigugreiðslur.