- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag opnar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga sýning á verkum nemenda í myndlist við skólann. Á sýningunni kennir ýmissa grasa, en þar má finna olíumálverk, vatnslitamyndir, myndir unnar með kolum, olíupastellitum og þurrpastel. Einnig má sjá nokkrar blýantsteikningar og nokkur verk sem unnin eru með blandaðri tækni.
Nemendur í myndlist eru 16, 12 strákar og 4 stelpur, á aldrinum 16-40 ára og er það harla óvenjulegt að strákar skuli vera þrisvar sinnum fleiri en stúlkur.Sýningin er á göngum skólans og er því tilvalið fyrir fólk að koma og skoða skólann og njóta um leið listaverka unga fólksins.
Verkin eru öll til sölu en nokkur þeirra verða boðin upp sérstaklega á skemmtidagskrá sem verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, laugardaginn 13. nóvember nk.
Af vef Fjölbrautaskóla Snæfellinga