Íbúafundur var haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 20. febrúar sl. Ágætlega var mætt á fundinn, sem þótti upplýsandi.

Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri, hélt erindi um fjármál sveitarfélagsins, þróun tekna, gjalda og afkomu síðustu 10 ára og um skuldir og skuldahlutfall. Hann fór einnig yfir viðhalds- og fjárfestingaáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Jafnframt ræddi hann aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu og atvinnumál almennt.

Þá hélt Birgir Kristjánsson, hjá Íslenska gámafélaginu, upplýsandi erindi um mikilvægi sorpflokkunar og klippikort sem nýlega hafa verið tekin í notkun á gámasvæðinu. Fram kom að Grundarfjörður væri í forystu sveitarfélaga á Íslandi í umhverfismálum. Fundarmenn spurðu fjölda spurninga. Sorpflokkun í grænu tunnuna hefur verið einfölduð, en ekki þarf lengur að flokka í tunnuna sjálfa. Öllum var ljóst mikilvægi sorpflokkunar, bæði hvað varðar hagkvæmni og náttúruvernd.

Að loknum erindum voru fyrirspurnir og umræður.

 

Hér fyrir neðan má finna glærukynningar frá fundinum.

Kynning Þorsteins Steinssonar

Kynning Birgis Kristjánssonar