- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Íbúafundur var haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 20. febrúar sl. Ágætlega var mætt á fundinn, sem þótti upplýsandi.
Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri, hélt erindi um fjármál sveitarfélagsins, þróun tekna, gjalda og afkomu síðustu 10 ára og um skuldir og skuldahlutfall. Hann fór einnig yfir viðhalds- og fjárfestingaáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Jafnframt ræddi hann aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu og atvinnumál almennt.
Þá hélt Birgir Kristjánsson, hjá Íslenska gámafélaginu, upplýsandi erindi um mikilvægi sorpflokkunar og klippikort sem nýlega hafa verið tekin í notkun á gámasvæðinu. Fram kom að Grundarfjörður væri í forystu sveitarfélaga á Íslandi í umhverfismálum. Fundarmenn spurðu fjölda spurninga. Sorpflokkun í grænu tunnuna hefur verið einfölduð, en ekki þarf lengur að flokka í tunnuna sjálfa. Öllum var ljóst mikilvægi sorpflokkunar, bæði hvað varðar hagkvæmni og náttúruvernd.
Að loknum erindum voru fyrirspurnir og umræður.
Hér fyrir neðan má finna glærukynningar frá fundinum.