- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skemmtiferðaskipið MV Funchal leggur að bryggju í Grundarfirði klukkan sjö að morgni miðvikudagsins 30. júlí. Skipið er 153,5 metrar að lengd og 9.563 tonn. Í áhöfn eru 155 og farþegar 524, en skipið tekur mest 582 farþega. Flestir farþeganna eru frá Frakklandi og Þýskalandi.
Skipið er smíðað í Danmörku árið 1961 og sigldi í upphafi með póst og farþega en var síðan breytt í skemmtiferðaskip árið 1972. Á sér langa og spennandi sögu en þar ber hæst að hafa verið nýtt sem forsetasnekkja í Portúgal við heimsóknir. Andrúmsloftið um borð er þægilegt og vingjarnlegt og áhöfnin samstillt.
Sýning móttökuhóps Grundarfjarðarhafnar hefst á planinu við Sögumiðstöðina klukkan 15:00.
MV Funchal hefur heimsótt Grundarfjörð oft í gegnum tíðina og er komin hefð fyrir því að áhöfnin keppi við heimamenn í fótbolta. Hefst leikurinn klukkan 16:00. Allir á völlinn!