Myndarlegur regnbogi í Grundarfirði, 22.05.2024. Mynd: Árni Geirsson
Myndarlegur regnbogi í Grundarfirði, 22.05.2024. Mynd: Árni Geirsson

Bæjarstjórn býður í morgunkaffi í Sögumiðstöðinni föstudaginn 31. maí 2024, milli kl. 7:20 og 8:30.
Farið verður yfir nýleg samskipti við stjórnendur HVE um heilbrigðisþjónustu í Grundarfirði. 

Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar hafa í apríl og maí átt fundi með yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, um þjónustu HVE. Fundirnir eru haldnir í framhaldi af fyrri samskiptum sveitarfélaganna (allt fra´ 2018 hið minnsta) og ósk um að sett verði á laggirnar sérstakt samstarfsverkefni HVE og sveitarfélaganna, til að stuðla að bættri þjónustu. Fyrr á árinu rituðu íbúar undir fjöldaáskorun til HVE um að bæta úr þjónustu lækna við heilsugæsluna ´í Grundarfirði. 

Verið öll velkomin að líta við í kaffi og spjall, þar sem ætlunin er aðallega að segja frá því sem fram hefur komið í samskiptum við HVE.