Framkvæmdakort 2024, Míla.
Framkvæmdakort 2024, Míla.

Úr fréttatilkynningu Mílu og Grundarfjarðarbæjar, 26. ágúst 2024:

Framkvæmdum Mílu við lagningu ljósleiðara í Grundarfirði fer nú senn að ljúka. Um 100 tengingar til heimila og fyrirtækja hafa bæst við í ár og eru nú tilbúnar til notkunar. Íbúar geta haft samband við sitt fjarskiptafyrirtæki til að panta þjónustu um ljósleiðara Mílu. 

Með framkvæmdum síðustu tvö sumur hafði Míla lagt ljósleiðara til um 230 heimila í þéttbýli Grundarfjarðar og með framkvæmdum sumarsins er þeim ánægjulega áfanga náð að ljósleiðaravæða þéttbýlið að fullu.  

Í tengslum við verkefnið "Ísland ljóstengt" voru heimili og fyrirtæki í dreifbýli tengd ljósleiðara á árunum 2018-2019, með sérstökum framlögum eða styrk ríkisins og Grundarfjarðarbæjar, sem eingöngu náði til dreifbýlis. Míla keypti síðar þá innviði og starfrækir. 

Síðar í haust mun Míla ljúka að fullu ljósleiðaravæðingu sinni í Grundarfirði og frágangi sem út af stendur. Með framkvæmdum þeim sem nú er um það bil að ljúka í þéttbýlinu munu nær öll heimili í sveitarfélaginu eiga möguleika á ljósleiðaratengingu frá Mílu, auk þess sem ljósleiðari hefur verið lagður til fjölda fyrirtækja og stofnana í Grundarfirði.

Ljósleiðaraframkvæmdirnar eru meðal annars liður í að tryggja útskiptingu á koparkerfi Mílu, en notendur sem eru enn á koparkerfi fá tilkynningu þegar hægt verður að skipta yfir á ljósleiðara. Ljósleiðaratengingar bjóða upp á talsvert meiri nethraða og stöðugt samband.

Míla býður upp á 10x vettvanginn sem býður upp á 2,5 gígabita á sekúndu upp og niður nettengingu í Grundarfirði og verður uppfært síðar í 10 gígabita á sekúndu upp og niður. 10x er vettvangur framtíðar, tryggir næga bandvídd fyrir framtíðarlausnir og tekur vel við álagstoppum. Sjá meira á www.mila.is/10x

Sjá eldri fréttir: 

Könnun vegna ljósleiðaratenginga 2024 - vegna heimila sem bæta þarf við 
Ljósleiðaralagning 2023 
Fyrirhugaðar framkvæmdir árið 2022
Fjarskiptamál rædd á fundi með Mílu í Grundarfirði, apríl 2022
Fjarskiptamál rædd á fundi með Símanum í Grundarfirði, apríl 2022
Fjarskiptamál rædd á fundi með Vodafone í Grundarfirði, maí 2022
Umræða bæjarstjórnar um fjarskiptamál á fundum 2022-2023
Framkvæmdir bæjarins tækifæri fyrir Mílu til að leggja ljósleiðaralagnir, ágúst 2021
Ljósleiðari í útsveit, janúar 2019
Ljósleiðari tengdur í Framsveit, nóvember 2018

Á þessari yfirlitsmynd Mílu um þéttbýli Grundarfjarðar má sjá þau fyrirtæki og heimili sem þegar eru komin með ljósleiðara eða eiga kost á því, sem og fyrirhugaðar tengingar eftir framkvæmdirnar sem nú er verið að ljúka við, í ágúst 2024:

Míla framkvæmdakort 2024 

 

 

 

 

 

.

--