- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn s.l. var haldinn kynningarfundur í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Gunnar Njálsson kynnti hugmyndir um gerð nýrrar gönguleiðar eftir Snæfellsnesfjallgarði, frá Ljósufjöllum að Snæfellsjökli. Páll Ásgeir Ásgeirsson kom fyrir hönd Ferðafélags Íslands, kynnti samtökin og starf þeirra. Vel var mætt á fundinn af öllu Snæfellsnesi og einhugur var í fólki. Sammæltust fundarmenn um að stofnaður yrði áhugahópur um þetta verkefni og fleiri af sama meiði, Ferðafélag Snæfellinga, sem yrði deild undir Ferðafélagi Íslands. Boðað verður til stofnfundar innan skamms.